Jakob las Njálu á 15 klukkustundum og 38 mínútum. 

1000 ára afmæli Njáluloka var haldið hátíðlegt í Sögusetrinu á Hvolsvelli um liðna helgi. Jakob S. Jónsson leikstjóri og leiðsögumaður las Njálu alla og tók lesturinn (með 5 mínútna hléi á hverjum hálftíma) 15 klukkustundir og 38 mínútur; lauk kl. 02:38 á sunnudagsmorgni, og fögnuðu þá á þriðja tug áhorfenda – þeir sem haldið höfðu út til enda – lesaranum og eldraun hans innilega. Áhorfandi á fyrsta bekk hafði á orði að nú fyrst hefði hann skilið Njálu, hefði þó sjálfur lesið hana þrisvar í hljóði. 

Á laugardeginum voru í fjórar klukkustundir til sýnis tvö af handritum Njálu: Oddabók – skinnhandrit frá því um 1460, og Ferjubók (Sandhólaferjubók fullu nafni)- pappírshandrit frá því um 1650-80. Bæði handritin eru kennd við þekkta staði í Rangárþingi sem koma við sögu í Njálu, og hið síðarnefnda næsta örugglega skrifað þar. Handritin komu í lögreglufylgd frá Árnastofnun í Reykjavík og var vandlega gætt af sérfræðingum stofnunarinnar. Um einstakan atburð var að ræða; handrit í vörslu Árnastofnunar hefur aldrei áður verið sýnt á Íslandi utan höfuðborgarsvæðisins. Forstöðumaður og starfsmenn Árnastofnunar eiga miklar þakkir skyldar. 

Þá var Refilstofan opin þar til lestri lauk og saumað af kappi. Í anddyrinu unnu félagar í samtökunum Hugverk í heimabyggð listmuni og höfðu til sýnis. 

Samkoman var fjölsótt og góður rómur að henni gerður. 

Lilja Einarsdóttir oddviti Rangárþings eystra opnaði samkomuna og bauð gesti velkomna


jakob S. Magnússon leikstjóri les Njálu


Tekið á móti handritunum; Sigurður Hróarsson framkvæmdastjóri Sögusetursins og Lilja Einarsdóttir oddviti taka á móti starfsfólki Árnastofnunar með handritin. 



Með Oddabók 


Gestir skoðuðu vel handrtiin


Oddabók


Hugverk í heimabyggð