1000 ára Njálulokahátíð hófst í morgun klukkan 10:50 í Sögusetrinu á Hvolsvelli. 


Lilja Einarsdóttir oddviti Rangárþings eystra opnaði samkomuna og sagði að það væri gaman að fá svona merkilegan atburð heim í hérað á Njáluslóðir. Njáluhandritin koma með lögreglufylgd og starfsfólki Árnastofnunar til Hvolsvallar í hádeginu í dag og verða til sýnis til klukkan 17:00. Handritin hafa aldrei áður verið til sýnis fyrir utan Árnastofnun og er því vissulega um merkilegan atburð að ræða og sumir segja að handritin séu loksins komin á sínar heimaslóðir. 

Jakob S. Jónsson leikstjóri hóf lestur Njálu klukkan 11.00 og er áætlað að lesturinn taki um 20 klst. en hann les Njálu samfleytt. Sögusetrið og Refilstofan verða opin allan tímann sem lesturinn stendur yfir. 

Í Refilstofunni verður m.a. hægt að sauma í Njálurefilinn og hlusta á lesturinn. Gestir geta sest niður, notið lestursins og fengið ilmandi vöfflur og kaffi. 

Hugverk i heimabyggð verður til sýnis og sölu í andyri Sögusetursins í dag.

Stórmerkilegur atburður sem vert er að fylgjast vel með - Allir velkomnir

Jakob S. Jónsson byrjar hér á fyrsta kafla Njálu

Lilja Einarsdóttir oddviti

Hugverk í heimabyggð verður til sýnis í andyri Sögusetursins í allan dag