Þann 4. júlí frá kl. 09:00 til 16:00 stendur vinnuskólinn í Rangárþingi eystra fyrir jafningjafræðslu í Hvolnum. 
Ungt fólk frá vinnuskólanum í Árborg heimsækir okkur og heldur utan um fræðsluna. 
Hugmyndafræði Jafningjafræðslunnar er í stuttu máli sú að „ungur fræðir unga“. Í því felst að forvarnir eru unnar af ungu fólki fyrir ungt fólk. 
Ungt fólk á aldrinum 13 – 18 ára í Rangárþingi eystra eru velkomin að koma og taka þátt.