Sú hefð hefur skapast á undanförnum árum að útnefna íþróttamann ársins, 17. júní. Fyrirkomulagið á valinu er þannig að félög hér í Rangárþingi eystra tilnefna 1-2 iðkendur frá sínu félagi og auk þess hefur íþrótta og æskulýðsfulltrúi einnig rétt á að tilnefna einstakling. Helstu skilyrði fyrir tilnefningu er að viðkomandi sé 15 ára eða eldri og  hafi stundað íþrótt sína með félagi hér í sveitarfélaginu eða sé hér með lögheimili. Heilsu, íþrótta og æskulýðsnefnd velur  íþróttamann ársins úr þeim hópi sem tilnefndir eru.

Í ár voru  4 einstaklingar tilnefndir en sá sem sigraði var Andri Már Óskarsson

Andri Már Óskarsson, golf. 

Andri Már Óskarsson  er fæddur 1991 og hefur leikið golf með GHR í mörg ár. Andri Már er klúbbmeistari GHR og tók þátt í Eimskipsmótaröðinni þar sem hann tók þátt í öllum mótum sem í boði voru fyrir utan eitt en þá var hann að taka próf í skólanum. Hann var í 5 sæti á Íslandsmótinu í höggleik, gekk vel og spilaði á pari. Auk þess varð hann í 9 sæti á Íslandsmótinu í holukeppni. Hann náði 9. sæti á stigalista GSÍ. Andri Már er einn af bestu kylfingum landsins sem hefur náð mjög góðum árangri í sinni íþrótt. Hann hefur stundað golf frá unga aldri og hefur náð góðum árangri. Hann æfir og spilar mikið, kemur vel fyrir og er yfirvegaður golfari hvort sem er innan eða utan vallar.  Til hamingju Andri Már.


Hinir þrír sem tilnefndir voru:

 

Hjörvar Sigurðsson, knattspyrna

Hjörvar Sigurðsson er fæddur 1990 og hefur leikið knattspyrnu með KFR frá árinu 2007.

Hann lék með 16 leiki í deild og bika árið 2015 og skorðaði í þeim 4 mörk, hvert öðru glæsilegra.Hjörvar var í fyrra og hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár og verið með betri miðjumönnum 3. deildar. Hann hefur verið drjúgur að skora mörk í gegnum tíðna og er góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur félagsins.

 

 


 

Hrafnhildur Hauksdóttir,  knattspyrna

Hrafnhildur Hauksdóttir er fædd árið 1996 og leikur knattspyrnu með Ungmennafélaginu Selfoss. Hún lék 14 leiki í Pepsí deild og Bikarkeppni kvenna á síðasta ári og endaði liðið í 3 sæti í Pepsí-deildinni og fór í úrslitaleik í bikarkeppninni. Hrafnhildur lék einnig 5 landsleiki með U19 ára landsliði Íslands og var fyrirliði í þeim öllum. Hrafnhildur er öflug fyrirmynd og hefur náð mjög góðum árangri í sinni íþrótt. 

 

Þorsteinn Magnússon, frjálsar íþróttir

Þorsteinn Magnússon er fæddur árið 1976 og hefur verið keppandi hjá íþróttafélaginu Dímon frá árinu 2012. Hans sérgrein eru hlaup. Hann varð einnig sexfaldur Íslandsmeistari á Íslandsmeistaramótum í aldursflokknum 35 – 39 ára. En það var í 100m, 200m, 400m, 800m og 1500m hlaupi utanhúss og einnig 800m hlaupi innanhús. Þorsteinn setti einnig 3 HSK met á árinu í flokki 35 - 39 ára í 200m hlaupi utanhús, 800m hlaupi  innanhús og 5 km götuhlaupi. Þorsteinn er öflugur og mjög virkur hlaupari sem hefur náð mjög góðum árangri í hlaupum.