Það er vel hugsað um heilsuna í Rangárþingi eystra og Leikskólinn Örk tekur þar þátt af fullum krafti. Föstudaginn 29.9 var íþróttadagur haldinn hátíðlegur í leikskólanum þar sem nemendur og kennarar skemmtu sér saman í hlaupi, þrautum og æfingum.
Hefð er fyrir því að börnin hlaupi um nokkrar götur Hvolsvallar í fylgd lögreglunnar og þykir það alltaf hin mesta skemmtun. Lóðin við leikskólann er svo nýtt í hinar ýmsu þrautir og æfingar þar sem börnin reyndu sig í m.a. keiluhlaupi, hringjakasti og boltaleik.

Íþróttadagurinn er sannarlega skemmtileg tilbreyting í leikskólastarfinu.