- Visit Hvolsvöllur
- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í dag var íþróttadagur í leikskólanum. Þetta er eini dagur ársins sem við fáum að hlaupa á götunni. Lögreglan keyrir þá á undan okkur með blikkandi ljós. Við erum með 2 vegalendir sem við förum, annarsvegar 1000 m. sem er niður Hvolsveginn og upp Stóragerðið og hinsvegar 740 m sem er sama leið nema við styttum okkur leið um göngustíginn sem liggur milli húsa nr 19 og 19a við Hvolsveginn. Í dag fengum við sól og blíðu til að hlaupa. Eftir hádegismatinn ætlum við svo að gæða okkur á verðlaunum dagsins sem eru vínber.
Kveðja frá Leikskólanum Örk