Sindri Sindrason og Ísland í dag heimsóttu Sláturfélag Suðurlands á Hvolsvelli í þætti sínum í gær. Tilefnið var að sjálfsögðu jólahátíðin og að fá að fylgjast með ferlinu þegar vinsælasti jólamatur landsmanna, hangikjötið, er gert tilbúið til sölu. Þeir Oddur Árnason verksmiðjustjóri og Benedikt Benediktsson, verkstjóri, leiddu Sindra í allan sannleikann um framleiðsluna, hefðir og annað skemmtilegt. 

Fram kom t.d. að fyrir jólin er framleitt hangikjöt úr 100 tonnum af lambakjöti.

Hér má sjá heimsóknina