Heimsóknarmiðstöð opnar á Skeiðvöllum 1. júní og ber sýningin nafnið Icelandic Horse World - visitor center, opið hús verður frá 13:00 - 17:00. 

Hægt verður að ganga um hesthúsið, skoða upplýsingar um hestinn, fræðast um Landmannaafrétt og hvernig hesturinn er nýttur við smalamennsku. Hægt verður að skoða járnsmiðju og gömul reiðtygi og einnig verða videosýningar um íslenska hestinn.

Hægt verður að kemba og klappa hestum og einnig verður teymt undir börnum.

Nýtt kaffihús verður opnað á staðnum þann 1.júní þar sem í sumar verður boðið uppá kaffi og meðlæti.