Þróun íbúavefsins hefur haldið áfram og í síðustu viku var sett inn uppfærsla með ýmsum lagfæringum sem gera vefinn öruggari í rekstri og aðgengilegri í notkun. Nú er til dæmis hægt að skrá sig inn með auðveldum hætti gegnum samfélagsmiðla eins og Facebook og með Íslykli Þjóðskrár.  Áfram þarf þó að gefa upp kennitölu þegar farið er inn á vefinn í fyrsta sinn, auk þess að hafa lögheimili í sveitarfélaginu til að fá aðgang og hafa áhrif. 

Rangárþing eystra reið á vaðið síðasta vor með opnun íbúavefs og nýtur nú góðs af uppfærslum sem unnar hafa verið í samstarfi Hugveitunnar samfélagslausna ehf. og Reykjanesbærjar, en sams konar íbúavefur opnaði í Reykjanesbæ í janúar.

Nú er aftur tækifæri til að láta í sér heyra á íbúavefnum og sýna fram á hvernig má nýta hann til að byggja upp betra samfélag.  Það er með virkri þátttöku íbúanna sem íbúavefurinn verður að þeim samfélagslega vettvangi sem honum er ættlað að vera.  Íbúavefurinn er hugsaður sem aukin þjónusta við íbúana, meðal annars til að jafna tækifæri þeirra, óháð búsetu, til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri hverjir við aðra og við sveitarstjórn.  Bestu hugmyndirnar þróast með aðkomu margra og þá getur lítill vísir að hugmynd orðið á endanum að stóru og farsælu verkefni.

Takið þátt og hafið áhrif.  Íbúavefurinn var einróma samþykktur í sveitarstjórn og ætlun allra er að hann verði að öflugum vettvangi fyrir íbúana. Til að svo verði þarft þú að taka þátt!  Þannig getur vettvangurinn haldið áfram að þróast og batna  eftir  þörfum samfélagsins.
Slóðin á íbúavefinn er http://re.ibuavefur.is

Einnig er hnappur fyrir íbúavefinn beint inn á íbúavefinn