Boðað er til opins íbúafundar um fjarskiptamál í Rangárþingi eystra, 26. nóvember n.k. kl.20:30. Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Heimalandi, undir Eyjafjöllum

Farið verður yfir stöðu sveitarfélagsins í fjarskiptamálum og mun sveitarstjórn sitja fyrir svörum.

Fulltrúi frá 365 miðlum kemur og kynnir þeirra þjónustu.

Eftir framsögurnar verða frjálsar umræður.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra