Í þessari viku hafa verið skipulagðir nokkrir kynningarfundir fyrir íbúa svæðisins til að upplýsa um breytingar sem eru að verða á sorpmálum í Rangárvallasýslu. Sorpstöð Rangárvallasýslu boðar til þessara funda í samstarfi við sveitarfélögin þrjú, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra og Ásahrepp.

Fyrsti fundurinn fór fram í dag að Heimalandi undir Eyjafjöllum.  Ísólfur Gylfi,sveitarstjóri Rangárþings eystra, fór yfir aðkomu sveitarfélagsins og undanfara þessara breytinga, Halldór Karl Hermannsson, ráðgjafi sorpstöðvarinnar, fór yfir flokkunina, kostnað ofl. og Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar fór yfir aðkomu Gámaþjónustunnar/Gámakó og flokkunar- og endurvinnsluferla.

Þar var margt um manninn og mikið rætt um þær breytingar sem eru í vændum.

Næstu fundir verða:

22. nóvember (þriðjudag) 2011  kl. 20:30  í Félagsheimilinu Hvoli







24. nóvember (fimmtudag) 2011  kl. 14:00  á Laugalandi







24. nóvember (fimmtudag) 2011 kl. 20:30 í Grunnskólanum á Hellu.











Íbúar  Rangárþings eru hvattir til að mæta og kynna sér málin en á fundunum er dreift bæklingum og öðru kynningarefni í tengslum við sorphirðuna.  Eigendur sumarhúsa eru einnig hvattir til að mæta.

Hver og einn getur valið sér fundarstað eftir því sem viðkomandi hentar.