Leikskólinn Örk útskrifar í dag 28. maí 13 nemendur. 


Leikskólinn Örk útskrifar í dag 13 nemendur. Þetta eru elstu nemendur leikskólans og verðandi grunnskólanemendur frá og með næsta hausti. Útskriftin fer fram í Hvolnum klukkan 14.00.


Liður í að undirbúa þau fyrir grunnskólagöngu er svokölluð "Brúun skólastiga" en í því felst m.a. að fara með þau reglulega í grunnskólann, íþróttamiðstöðina, bókasafnið og tónlistarskólann með það fyrir augum að þau kynnist aðstæðum, húsakosti, starfsfólki og tilvonandi samnemendum sínum. Þá taka þau þátt í smiðjum með 1. bekk Hvolsskóla á vorönn, borða í mötuneyti skólans nokkrum sinnum, taka þátt í þemadögum að vori og mæta á ýmsar sýningar og uppákomur í Hvolsskóla. 

Þetta starf hefur heppnast einstaklega vel og eiga starfsmenn beggja skólastiga hrós skilið fyrir vel skipulagt og gott starf fyrir yngstu nemendur okkar. 

Fjölskyldur þeirra barna sem eru að útskrifast eru hjartanlega velkomnir á útskrift leikskólans í dag. 

Á myndinni er útskriftarhópurinn samankomin við Seljalandsfoss ásamt kennurum sínum.