Laugardaginn 29. júní sl. var Hvolsvöllur.is hátíðin haldin og tókst með eindæmum vel. Veðrið var eins og best verður á kosið og bæði ungir og aldnir skemmtu sér konunglega fram á nótt. Yfir daginn voru ýmsar uppákomur í boði, Sýning var á gömlum bílum og vinnuvélum, kompudagar í Sunnlenska sveitamarkaðinum og Sirkus Íslands kom og skemmti á miðbæjartúninu. Þegar leið á kvöldið var kveikt í kolunum og ljúfir harmonikkutónar Ella í Vatnsdal bárust um svæðið. Elínborg Önundardóttir og Hilmar Tryggvi Finnsson komu bæði og spiluðu og sungu fyrir hátíðargesti og síðan var það hljómsveitin Orkusprengjurnar hennar mömmu og Heimalingarnir sem spiluðu til miðnættis. Þessi hátíð er orðin ein af stærstu og vinsælustu uppákomum sumarsins og eiga Arna Þöll Bjarnadóttir og félagar hennar mikið hrós skilið fyrir að halda þessa hátíð.

Myndir, sem Björn Á. Guðlaugsson tók, má finna hér á heimasíðunni 

Einnig eru myndir á facebook síðu Hvolsvöllur.is