Skólahreysti hefur hafið göngu sína aftur og eru nú undankeppnir haldnar milli skóla á landinu. Skólar af Suðurlandi kepptu sín á milli í gær, miðvikudaginn 26. mars, í Smáranum Kópavogi. Fyrir Hvolsskóla kepptu þau Aron Örn Þrastarsson, Birta Rós Helgadóttir Hlíðdal, Kristján Páll Árnason og Vigdís Lilja Árnadóttir. Krakkarnir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu riðilinn með glæsibrag og keppa því til úrslita í Laugardalshöllinni 16. maí næstkomandi.