Hvolsskóli keppti í Skólahreysti í gærkveldi ásamt 12 öðrum skólum víða af landinu. Hvolsskóli hreppti 4. sætið í keppninn sem er mjög góður árangur og krakkarnir stóðu sig eins og hetjur. 130 skólar hafa att kappi í Skólahreysti í vetur og réðust úrslit í gær. Holtaskóli hampaði fyrsta sætinu, Heiðarskóli öðru sæti og Hagaskóli því þriðja. 

Til hamingju Hvolsskóli!

Keppnin var sýnd beint á Rúv og úrslit í greinum keppninnar fá finna inn á www.skolahreysti.is