Nemendur og starfsfólk Hvolsskóla skellti sér í fjallgöngu í byrjun mánaðarins í tilefni heilsuviku. Fimmtudagurinn 5. september varð fyrir valinu og viðraði vel til göngunnar. Allir stóðu sig einstaklega vel og var þetta góð tilbreyting í byrjun skólaársins

1. bekkur gekk á Dímon og 2. - 4. bekkur þrammaði á Lambafell

5. - 7. bekkur gekk upp á Fagrafell

Elsta stig brá sér upp á Drangshlíðartind