Hvolsskóli fékk Græn fánann afhentann í síðustu viku og er það í fjórða sinn, en hann afhentur til tveggja ára í senn. Til að halda fánanum þurfa umhverfismál að vera í þróun og skólinn að standast formlega úttekt á þeim málum.
Katrín Magnúsdóttir verkefnisstjóri Grænfánaverkefnis Landverndar afhenti Birnu Sigurðardóttur skólastjóra Hvolsskóla og umhverfisnefnd skólans Græn fánann að loknu ávarpi Ísólfs Gylfa Pálmasonar sveitarstjóra. 
Nemendur í fyrsta bekk drógu fánann að húni með aðstoð sveitarstjórans - Til hamingju allir !