Miðvikudaginn 2. október komu fulltrúar frá Landvernd og skoðuðu skólann og ræddu við nemendur um umhverfismál. Skemmst er frá því að segja að samþykkt var að Hvolsskóli fengi áfram að flagga græna fánanum næstu tvö árin. Fáninn verður afhentur föstudaginn 8. nóvember við hátíðlega athöfn. Við óskum skólasamfélaginu öllu til hamingju með flottan árangur en það að fá að flagga fánanum áfram táknar að nemendur, starfsmenn og aðrir aðilar skólasamfélagsins hafa bætt við færni sína og umhverfisvitund. Frábær frammistaða hjá Hvolsskóla