Margir hafa lagt leið sína á útisvæði Öldunnar eftir að það var opnað sem er ánægjulegt.

Það er frábært að nýting lóðarinnar sé góð og að börn geti notið þess að leika á henni utan opnunartíma.

Ekki er leyfilegt að vera með hunda á útisvæði leikskólans. Einnig má ekki henda sígarettustubbum eða nikótínpúðum á lóðinni þar sem það getur reynst börnum stórhættulegt að setja að upp í munn.

Það munu koma ruslatunnur á lóðina seinna meir.

Nauðsynlegt er að umgengni á lóðinni sé góð svo að allir geti notið.