Hulda Sigurjónsdóttir frá Mið-Mörk undir Eyjafjöllum keppti um helgina á Opna þýska meistaramótinu sem haldið var í Berlín. Hulda keppti í kringlukasti, þar sem hún náði 3. sætinu, í kúluvarpi, þar sem hún varð í 7. sæti og í spjótkasti þar sem hún náði 4. sætinu. Frábær árangur hjá þessari duglegu íþróttakonu. Nánari upplýsingar og myndir frá mótinu má sjá á facebook síðu Íþróttasambands fatlaðra