Þó að nú líði að sumarlokum og haustið sé á næsta leiti þá heldur arfinn áfram að spretta. Krakkarnir í vinnuskólanum hafa lokið störfum og sitja nú á skólabekk í Hvolsskóla en það er sannast sagna að hvað ungur nemur, gamall temur.

Dieter Weischer er 78 ára íbúi á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli. Síðustu daga hefur Dieter tekið það að sér upp á sitt einsdæmi að snyrta til beðin við helstu stofnanir sveitarfélagsins og gert það með miklum sóma. Þessar myndir voru teknar þegar Dieter var við vinnu fyrir framan Héraðsbókasafn Rangæinga.

Sveitarfélagið þakkar Dieter kærlega fyrir hans góða framtak.