Í nóvember var kallað eftir hugmyndum frá íbúum um verkefni sem hægt væri að framkvæma í sveitarfélaginu í tengslum við Heilsueflandi samfélag. Hugmyndir og tillögur bárust frá 30 íbúum og þakkar starfshópur um Heilsueflandi samfélag kærlega fyrir þær. Nú er búið að flokka hugmyndirnar eftir viðeigandi sviðum sem birtast hér fyrir neðan. Svona hugmyndabanki er ómetanlegur og starfshópurinn á því erfitt verk fyrir höndum að fara yfir hugmyndirnar og meta hverjar verður reynt að framkvæma.

Hugmyndir frá íbúum vegna Heilsueflandi samfélags

Salur undir líkamsrækt

  • Crossfit stöð.
  • Spinninghjól og spinningtíma.
  • Speglasal fyrir magadans, zumba ofl. Myndi líka nýtast fyrir yoga.
  • Æfingasal þar sem hægt er að vera með minni hópa.
  • Klifurvegg í íþróttahúsið

Útileiktæki

  • Úti líkamsræktartæki
  • Fjölnota æfingagrind fyrir fullorðna og klifurvegg fyrir börnin. Staðsett á gamla róló.

Gönguferðir

  • Gönguhópur sem hittist t.d. 2-3 í viku.
  • Skipulagðar fjallgöngur um fjöllin okkar. T.d. eitt fjall í mánuði, gönguferðir fyrir fjölskyldur.
  • Hugmynd að gönguleið í Dímon og merkja mætti nokkrar skúta og hella í fjallinu.
  • Ratleikir þar sem finna á eftir vísbendingum t.d. á ljósastaurum, húsgöflum og leysa þrautir/gátur. Eða t.d. finna núna í des alla jólasveinana falda um þorpið/sveitarfélagið.
  • Setja upp merkingar á fjallstoppum hjá okkur. Þá fer fólk upp og tekur myndir af sér og póstar á samfélagsmiðlum. Slík hvetur aðra til hreyfingar.

Göngustígar/hjólastígar

  • Margar af nýju gangstéttunum á Hvolsvelli eru of sleypar og betri lýsingu við göngustíga.
  • Betri hjólastíga, t.d. við Sólheimahringinn, inn Fljótshlíðina og víðar.
  • Gera góða göngustíga út fyrir þorpið eða nota t.d. Sólheimahringinn og malbika hann.
  • Gera stíg í kringum Hvolsfjall.
  • Fjölbreyttari göngustíga og laga þá sem eru í bænum.
  • Hjólabraut fyrir fjallahjól (fyrir krakka/ungmenni)

Að auðga andann:

  • Myndlistasýningar úti og innan/milli stofnanna. Allir virkir og áhugasamir geta tekið þátt.
  • Fréttabréf þar sem skólakrakkar sem og aðrir íbúar senda inn ljóð og sögur, vísur, ljósmyndir, fróðleiksmola.
  • List á húsveggjum og ljósastaurum.

Fræðsla:

  • Fræða um geðheilsu og um samhengi hreyfingar og útivistar, matarræðis og líkamlegrar heilsu og geðheilsu. Fjarfundarfyrirlestur.
  • Ná til barna og unglinga sem ekki eru í neinnu íþróttastarfi og virkja þau til hreyfingar.

Skíði/skautar

  • Taka alla moldina sem kemur nú úr nýju götunum og húsgrunnum og sturta henni í hlíðar Hvolsfjalls þannig að hægt væri að útbúa góða skíða/snóbretta/snjóþotu brekku ca undir ártalinu sé ég fyrir mér. Svo kæmi skíðalyfta þar.
  • Skautasvell á miðbæjartúnið á aðventinni.
  • Gönguskíðabraut t.d. fyrir ofan Króktún. Einfallt að útbúa tæki sem þarf svo að draga á eftir fjórhóli/snjóslepa og gera gönguspor.

Sundlaug:

  • Hafa alltaf lausa sundbraut fyrir gesti sundlaugarinnar, líka á skólatíma þar sem sundlaugin er opin fyrir almenningi.

Virkur ferðamáti.

  • Hjólastyrkir fyrir starfsmenn sveitarfélagins.
  • Að bæta og gera skemmtilegra aðgengi að stofnunum sveitarfélagsins fyrir gangandi og hjólandi viðskiptavini/starfsmenn til að hvetja til virks ferðamáta.
  • Gera veggjspjöld til að hengja upp við innganga á sofnunum sveitarfélagsins og víða um heilsueflandi áhrif þess að velja virkan ferðamáta,
  • Búa til hvatningakerfi til þeirra sem ganga/hjóla til vinnu eða koma sem viðskiptavinir með því að vera með happadrætti eða eitthvað slíkt.

Annað

  • Stofna rafíþróttaklúbb.
  • Sjúkraþjálfara í sveitarfélagið, reyna amk að þrýsta á að það myndi ganga upp.
  • Nýsköpunarmiðstöð í Rangárþingi eystra.
  • Íbúafundir einu sinni í mánuði um málefni sveitarfélagsins.
  • Þjálfaranámskeið fyrir atvinnulausa og aðra.
  • Meira Kahoot! (spurningakeppni sem ungmennaráð stóð fyrir)