Um nýliðna helgi fór Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fram fyrir 11-14 ára ungmenni. Dímon sendi sína krakka til leiks undir merkjum HSK og er skemmst frá því að segja að HSK sigraði mótið með yfirburðum. Krakkarnir í Dímon stóðu sig alveg frábærlega og söfnuðu dýrmætum stigum en bestum árangri náðu þeir Þormar Elvarsson sem sigraði í 800 metra hlaupi og setti um leið HSK met og Sindri Ingvarsson sem fékk gull verðlaun í kúluvarpi.

Til hamingju með þetta krakkar.

Hér fyrir neðan má sjá lhluta af þeim krökkum sem æfa frjálsar íþróttir hjá Ungmennafélaginu Dímon.