Í byrjun næstu viku munu starfsmenn Hringrásar koma og hreinsa lóðirnar milli Ormsvallar og Dufþaksbrautar.

Rangárþing eystra hefur auglýst í tvígang og beðið eigendur muna, tækja og annars efnis að fjarlægja það sem þarna liggur ella áskilur sveitarfélagið sér þann rétt að láta hreinsa og farga efni á þessum lóðum á kostnað eigenda efnisins.

Því er nú síðasta tækifærið til að taka til á svæðinu áður en starfsmenn Hringrásar koma og skorar sveitarfélagið á eigendur að bregðast við.

Um er að ræða efni innan þeirra lóða sem merkt er með grænu á myndinni.

Einnig geta íbúar sem eiga ónýta bíla eða annan málm nýtt tækifærið og haft samband við Sigmar frá Hringrás í síma 893-3719.