Rangárþing eystra mætir Snæfellsbæ í Útsvari n.k. föstudag . 


Keppendur Rangárþings eystra eru Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi, Helgi Þorsteinsson lögfræðingur og Björn G. Snær Björnsson læknir og mæta þau keppendum frá Snæfellsbæ. Þau eru hress og hlakka til að takast á við þetta skemmtilega verkefni. 

Mikil eftirvænting er hjá Rangæingum og er ljóst að margir eiga eftir að koma sér vel fyrir framan sjónvarpið á föstudagskvöldið eða mæta í beina útsendingu hjá RÚV. 


Við óskum þeim góðs gengis