Þessir flottu strákar, Gísli Ísar Úlfarsson og Óðinn Magnússon, heimsóttu sveitarstjóra á dögunum með bikar sem þeir unnu á Norðurálsmótinu í fótbolta á Akranesi í sumar. Strákarnir keppa með 7. flokk í sameiginlegu liði ÍBV og KFR og voru að sjálfsögðu afar ánægðir með þennan glæsilega árangur og flotta bikarinn sem þeir fengu.