ÍFöstudaginn 27. apríl efndi umhverfisnefnd Hvolsskóla til hreinsunardags á Hvolsvelli í samstarfi við Landvernd og Kötlu jarðvang og var skólinn skráður til leiks á vef Landverndar. Bekkjum var skipt niður á svæði á Hvolsvelli og hófust nemendur og kennarar handa í morgun.

Mikil vitundarvakning hefur verið á öllu landinu varðandi hreinsun á sorpi og hefur svokallað plokk náð miklum vinsældum sl. vikur. Hvolsskóli á mikið hrós skilið fyrir að vera í fararbroddi í sveitarfélaginu við að hreinsa sitt nærumhverfi.

Fleiri myndir má finna hér