Hótel Anna er lítið, notalegt og vandað sveitahótel í rómantískum stíl sem leggur áherslu á persónulega þjónustu. Hótelið er staðsett undir Eyjafjöllum á jörðinni Moldnúpi, nálægt mörgum af helstu náttúruperlum Suðurlands. Gisting er í 7 herbergjum með baði, sjónvarpi og ókeypis þráðlausu interneti. 


 
Samkvæmt viðskiptavinum og starfsfólki Ferðaþjónustu bænda er þjónustan á Hótel Önnu til fyrirmyndar. Gestgjafarnir og fjölskyldan þau Eyja Þóra Einarsdóttir, Jóhann Frímannsson og Einar Jóhannsson leggja sig fram við að skapa þægilegt umhverfi fyrir gesti sína og hafa vandað mjög til við að endurskapa andrúmsloft fyrri tíma og miðla sögu staðarins. Þess má geta að hótelið fagnar tíu ára afmæli í ár en bærinn hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í tugi ára. 

 

 Hér má sjá umfjöllunina á síðu Ferðaþjónustu bænda