Hvolsskóli í samstarfi við Hrossaræktarbúið  Völl, hefur staðið fyrir valáfanga í vetur sem tengist hestamennsku. Krakkarnir í 9. og 10. bekk sem völdu  hestamennsku, fara með skólabíl að Velli einu sinn í viku á skólatíma og fara þar í gegnum bóklega og verklega kennslu í hestamennsku. Markmiðið með námskeiðinu er m.a. að krakkarnir bæti þekkingu á meðferð, notkun og umhirðu íslenska hestsins á breiðum grunni og stuðla að auknum áhuga á íslenska hestinum og hestaíþróttum. Einnig bíðst krökkunum að koma að Velli nokkra daga í viku utan skóla og taka þátt í vinnunni í hesthúsinu.  Að loknu námskeiðinu þreita þau próf í Knapamerki 1, það gefur þeim 2 einingar til stúdentsprófs ef þau standast prófið.  Það er mikill metnaður í kennslunni og eru kennararnir vanir hestamenn. Vonandi verður áframhald á þessari kennslu á næstu árum því þetta getur opnað möguleika fyrir atvinnutækifæri framtíðarinnar hjá þeim krökkum sem áhuga hafa á hestum og hestamennsku.

Meðfylgjandi myndir eru úr tímanum í vikunni. Á hópmyndinni eru nokkrir af nemendum ásamt Arndísi á Velli og gestum.

nullnullnullnull