Á síðasta fundi fræðslunefndar Rangárþings eystra var Heiðu Björg Scheving, fráfarandi leikskólastjóri, þökkuð vel unnin störf og henni færður blómvöndur með kærum þökkum fyrir samstarfið. Fræðslunefndin óskar Heiðu Björg velfarnaðar á nýjum vettvangi. Við þessi tímamót var Árný Jóna Sigurðardóttir boðin velkomin til starfa sem nýr leikskólastjóri.

Á þessum fundi var einnig tekið fyrir Ytra mat leikskólans sem gert var haustið 2013. Matið kom mjög vel út og lýsti nefndin yfir ánægju sinni með þessa góðu útkomu.

Hér er hægt að lesa skýrsluna