Hamingjan og Úlfurinn á Hvolsvelli 24. ágúst 2015.


Jónas Sigurðsson tónlistarmaður og Héðinn Unnsteinsson höfundur bókarinnar “Vertu Úlfur” eru á ferð um landið með dagskrá sem þeir kalla „Hamingjan og Úlfurinn“. Þeir verða í Hvolnum Hvolsvelli þann 24. ágúst 2015 klukkan 20:00
Dagskráin er að hluta til tónlist og að hluta til töluð orð.  Viðfangsefnið er lífið sjálft. “Hvað er hamingjan? Hvað skiptir máli í því stutta ferðalagi sem lífið er? Héðinn fjallar í uppistandsformi um lífsreynslu sína, oflæti og hamskipti og leggur út af Lífsorðunum 14, einföldum kennisetningum sem hjálpa honum á degi hverjum.  Jónas leikur nokkur af lögum sínum og ræðir jafnframt um það hvað liggur að baki þeirra.  
„Við lítum á dagskrána sem samtal við áheyrendur og undir lokin viljum við heyra frá þeim líka“  segja þeir félagarnir Jónas og Héðinn.