Hafnar eru framkvæmdir við nýja götu á Hvolsvelli nafn hennar er Gunnarsgerði og er norðan við Njálsgerði þannig að enn er Njálssaga í heiðri höfð í sveitarfélaginu. Strax hefur verið úthlutað lóðum m.a. undir átta parhús einnig liggja fyrir lóðaumsóknir sem afgreiddar verða innan skamms. Verktaki að gatnagerðinni er Jóhann Ísleifsson hjá Aðalleið ehf. í Hveragerði.