Guðmundur Úlfar Gíslason hefur látið af störfum sem skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra en hann hefur sinnt því starfi sl. 5 ár. Þóra Björg Ragnarsdóttir tekur við starfinu en hún hefur unnið sem aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa sl. misseri.

Rangárþing eystra þakkar Guðmundi Úlfari fyrir sín störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.