Guðmundur Benediktsson, læknir á heilsugæslustöðinni á Hvolsvelli, er að hætta störfum eftir áralangt farsælt starf. Ljóst er að margir munu sakna Guðmundar og þá kannski sérstaklega félagar hans í sundhópnum sem að hittist á hverjum virkum morgni í sundlauginni, kl. 6:30 en þar hefur Guðmundur verið aðalmáttarstólpi. Hann stýrir t.d. Müllers æfingum og á meðfylgjandi mynd má sjá Guðmund í hressilegri æfingu.

Íbúar Rangárþings eystra þakka Guðmundi kærlega fyrir góða þjónustu