Þann 11. mars 1984 synti Guðlaugur Friðþórsson tæpa 6 km til lands í svartmyrki og ísköldum sjónum eftir að vélbáturinn Hellisey VE 503 fórst við Vestmannaeyjar. 
Við ætlum að minnast þessa afreks með því að hafa áheitasund í sundlauginni á Hvolsvelli 11. mars n.k. Ágóðinn af sundinu fer í viðhald og hreinsun á Seljavallalaug. Tekið verður við frjálsum framlögum í sundlauginni alla næstu viku. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning 0182-05-060685 og kennitala: 470602-2440.
Við skorum á fyrirtæki í Rangárþingi eystra að stofna til keppni á sínum vinnustað og heita á sína starfsmenn ákveðinni upphæð fyrir hvern syntan metra.

Hægt er að velja um fjórar vegalendir til að synda þ.e. 6 km, 3 km 1,5 km og 500 m. Athugið að mögulegt er að keppa sem lið til að ná þessum vegalengdum.

Við hvetum alla til að synda til minnast þessa mikla afreks og jaffnframt styrkja uppbygginu Seljavallarlaugar.

Hægt verður að synda á opnunartíma sundlaugarinnar og skráning verður á staðnum. 

Allar upplýsingar gefur Ólafur Örn, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, olafurorn@hvolsvollur.is 
Ungmannafélagið Eyfellingur og Íþróttafélagið Dímon