Ertu með ábendingu um göngustíga eða lýsingu sem þarf að bæta á Hvolsvelli? Hafa börnin ykkar hugmyndir eða ábendingar um svæði eða staði, þar sem þau fara um, og lýsingu er ábótavant eða það vantar betri stíga? Nú er sannarlega rétti tíminn til að meta lýsinguna þar sem farið er að dimma nokkuð snemma.

Hægt er að senda ábendingar til Þóru Bjargar, aðstoðarmanns skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið thorabjorg@hvolsvollur.is til 1. desember nk.

Skipulags- og byggingaembættið vinnur nú að heildstæðri viðhaldsáætlun vegna endurbóta á göngustígum og lýsingu á Hvolsvelli. Markmiðið er að tryggja betra aðgengi með upplýstum göngustígum, augljósum þverunum yfir akbrautir og lagfæra vegkanta.