Verkefnið ,,Göngum í skólann“ er nú í fullum gangi í Hvolsskóla. Markmið verkefnisins er að hvetja nemendur til að nota virkan ferðamáta í og úr skólanum.  Með þessu móti fá nemendur t.d.meiri hreyfingu og umferð við skólann minnkar. Fyrirkomulagið á verkefninu hefur verið þannig að á hverjum morgni þegar nemendur mæta í skólann er merkt við þau hvort þau hafi notað virkan ferðamáta á leið sinni í skólann. Skólabílarnir stoppa við íþróttahúsið og börnin ganga  ofan við íþróttahúsið og þaðan í skólann. Á hverjum föstudegi eru þeir bekkir verðlaunaðir með farandbikar sem hafa náð bestum árangri. Mikil keppni er meðal barnanna og hvetja þau hvert annað til að koma gangandi í skólann.

Nú er þriðja vikan hafin og áhugi nemenda verið aldrei jafn mikill.