Sunnudaginn 31. ágúst hefst heilsuvikan með pompi og prakt þegar farið verður í gönguferð með leiðsögn um Stóragerðið, Litlagerðið og Öldugerðið.
Sóley Ástvaldsdóttir og Ágúst Ingi Ólafsson segja okkur sögur úr Stóragerðinu, Brynja Bergsveinsdóttir og Theodór Guðmundsson fara með okkur um Litlagerðið og þau Gróa Ingólfsdóttir og Sveinn Sigurðsson leiða okkur um Öldugerðið.
Lagt verður af stað kl. 11 frá Gamla Róló (milli Túngötu og Hvolsvegs)