Föstudaginn 27. september sl. var Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaganna haldinn í Hvolnum, Hvolsvelli. Það var jafnréttisnefnd Rangárþings eystra sem undirbjó fundinn og fundarstjóri var séra Önundur Björnsson, nefndarmaður í jafnréttisnefndinni. Mörg afar forvitnileg erindi voru flutt, Kristín Ástgeirsdóttir, formaður jafnréttisstofu, sagði frá stöðu kynjanna, markmiðum sem náðst hafa og öðrum sem enn þarf að vinna að hörðum höndum. Eftir að fyrirlestrar voru fluttir þá var fundargestum skipt í hópa og fjörugar umræður áttu sér stað um nokkur mikilvæg umræðuefni tengd jafnrétti. Í lok fundar hélt Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, ræðu um mikilvægi þess að jafnréttisnefndir og fulltrúar starfi í sveitarfélögunum.