Í gær, þriðjudaginn 26. apríl, var haldinn íbúafundur um miðbæjarskipulag Hvolsvallar. Vel var mætt á fundinn og vel mátti heyra að fólk hafði ýmsar skoðanir um hvernig það vill sjá miðbæinn byggjast upp.

Landmótun arkitektastofa vinnur að skipulaginu ásamt byggingar- og skipulagsfulltrúa og skipulagsnefnd. Fulltrúar frá Landmótun komu og stjórnuðu fundinum en eftir almenna kynningu var gestum skipt niður á umræðuborð þar sem sérstök efni voru rædd.

Á fundinum kynnti Guðmundur Ágúst Sæmundsson hvernig Íbúavefur sveitarfélagsins verður notaður í skipulagsvinnunni og eru allir íbúar sveitarfélagsins hvattir til að skrá sig inn, koma með hugmyndir og/eða tjá sig um hugmyndir annarra.

Hér má finna Lýsingu miðbæjarskipulags