Það var góður hópur fólks á öllum aldri sem að mætti á fyrirlestur Arnars Péturssonar um hlaup og hlaupaæfingar sl. þriðjudag. Arnar fór yfir undirstöður hlaupaæfinga og annað tengt hlaupaíþróttinni og hópurinn tók einnig útiæfingu undir stjórn Arnars. 

Þessi fyrirlestur var hluti af Heilsueflandi hausti sem stendur yfir frá 20. september - 17. október.

Fylgist með viðburðum og tímum á heimasíðu Rangárþings eystra