Fjöldi fólks mætti í Hvolinn í gærkvöldi þegar kynningarfundur um fyrirhugaða Eldfjallamiðstöð sem rísa á við Hvolsvöll var haldinn. Sigmar Vilhjálmsson og Ásbjörn Björgvinsson fóru yfir tilurð verkefnisins, hvaða hugmyndir þeir hafa um starfsemina sem fara eigi þar fram og hvers megi vænta af svona stóru verkefni. Sigríður Sigþórsdóttir, hjá Basalt arkitektum, sýndi svo teikningar og mögulegt útlit miðstöðvarinnar. Eftir kynningar sínar tóku þau við fyrirspurnum úr sal og var almenn ánægja með verkefnið ríkjandi hjá fundargestum.