Það er alltaf gaman að gleðjast saman og gleðja aðra og þá sérstaklega yfir jólahátíðina. Ungmennafélagið Dagsbrún og Kvenfélagið Freyja í Austur Landeyjum tóku sig saman fyrir jólin og útbjuggu smá glaðning sem félögin færðu svo öllum heimilum í Austur Landeyjum sem og félagsmönnum sem eiga heima annars staðar en í sveitarfélaginu. Þessi ákvörðun var tekin vegna þess að starfsemi félaganna hefur verið af skornum skammti nú á Covid tímum og hafa hefðbundnir viðburðir eins og skötuveisla og jólaball ekki verið haldin. Gjöfin frá félögunum hefur væntanlega hlýjað þeim sem viðtóku um hjartarætur og fá Freyja og Dagsbrún gott hrós fyrir framtakið.