Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á síðasta sveitarstjórnarfundi að gjaldskrá Leikskólans Örk myndi ekki hækka á árinu 2014. 

Gjald fyrir 8 tíma vistun, 5 daga vikunnar verður því áfram: 30.280 kr.

Afslættir:
Einstæðir foreldrar fá 40% afslátt af almennum gjöldum.
Systkinaaflsáttur er 50% fyrir annað barn.
Systkinaaflsáttur er 90% fyrir þriðja barn og umfram það.
Systkinaafsláttur gildir einnig ef eitt af börnum er vistað hjá dagmóður.
Fyrstu 4 klst. eru án gjalds fyrir 5 ára börn og miðast það við síðasta skólaárið.
Námsmenn 15% afsláttur ef annað foreldri er í fullu lánshæfu námi, sama á við um öryrkja.
Námsmenn 30% afsláttur ef báðir foreldrar eru í fullu lánshæfu námi, sama á við ef báðir foreldrar eru öryrkjar.