Gísli Einarsson sjónvarpsmaður, kenndur við þáttinn Landann á Rúv, kom í heimsókn í Rangárþing eystra í dag og tók viðtal við Ísólf Gylfa sveitarstjóra. Umræðuefnið að þessu sinni var fyrirhuguð bygging göngubrúar milli Fljótshlíðar og Þórsmerkur. Það var létt á milli þeirra kappa enda þekkjast þeir frá fyrri tíð en Ísólfur Gylfi kenndi Gísla í Samvinnuskólanum á Bifröst á sínum tíma.

Þetta er ekki fyrsta heimsókn Gísla á svæðið á þessu ári en eins og sjá má á myndinni hér til hliðar tók hann nokkur spor í Njálurefilinn í vor.