Gatnagerð á Sóleyjargötu hófst í vikunni en áætlað er að framkvæmdin standi yfir til 16.janúar 2023. Ekki er um yfirborðsfrágang að ræða en verið er að fínpússa hönnungargögn fyrir næstu skref.

Dálítið er af trjám á svæðinu en Guðrún Björk Benediktsdóttir Umhverfis- og garðyrkjustjóri sveitarfélagins stefnir á að flytja birkitrén og koma þeim fyrir á varanlegum stað eða í uppeldisreit.

Aðgengi að Krónunni og Sveitabúðinni Unu er að mestu óbreytt en flutningabílum er hleypt að vörumóttöku Krónunnar.

Rangárþing eystra biðst afsökunar á þeim óþægindum sem þessi framkvæmd kann að valda.

Hluti af gildandi deiliskipulagi fyrir miðbæð Hvolsvallar.

Yfirlits mynd af miðbð sveitarfélagsins en verið er að vinna yfir fara uppdráttinn og undirbúa næstu skref.