Leikfélag Austur-Eyfellinga
Anna frá Stóru-Borg
Kynning á Heimalandi 2. Janúar 2014
Leikfélag Austur-Eyfellinga er nú að hefja vetrarstarfið,  af krafti, eftir  vel heppnað leiklistarnámskeið i október. Ætlunin er að setja á svið þessa frægustu ástarsögu fjallanna, eftir Jón Trausta í leikgerð Margrétar Tryggvadóttur.  Leikstjóri verður Sveinn Óskar Ásbjörnsson.
Við hugsum okkur að æfa að mestu leiti á Heimalandi, þar sem sögusviðið er að hluta til.
Þetta eru metnaðarfull áform og þurfum við mikið af duglegu og jákvæðu fólki til hjálpar, í hin ýmsu verkefni, ef þetta á að takast.
Við bjóðum öllu áhugafólki að koma á samlestur, sem verður á Heimalandi 2. Janúar kl. 20:00,  kynnast verkefninu og spjalla yfir kaffi og kökum, án allra skuldbindinga um þáttöku .
Ef að einhverjar spurningar vakna, endilega hafið samband við
Margréti í síma 824-8889, eða Guðrúnu Ingu í síma 846-0781

Myndin er tekin á leiklistarnámskeiðinu í október