Fyrsti fundur nýstofnaðar Fjallskilanefndar Fljótshlíðar var haldinn 31. júlí sl. og var Kristinn Jónsson kjörinn formaður og ritari nefndarinnar. 

Á fundinum kom m.a. fram að ákveðið var að leit á Grænafjall verði föstudaginn 12. september nk. og byggðasmölun fari fram 20. september. Einnig verði Rauðanefstaðir smalaðir líkt og undanfarin ár.
Sagt var frá því að 16. júní sl. var borið á afréttinn og í það fóru samtals 20 pokar af 25-5. Kostnaður var greiddur af Landbótasjóði og Rangárþingi eystra.