Þann 4. desember nk.  heldur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, íþróttafræðingur og fyrrverandi þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, fyrirlestur í safnaðarheimilinu á Hellu. Siggi Raggi hefur haldið fyrirlestra í mörg ár og mun hann fjalla um hvað þarf til að ná árangri í íþróttum og öðru því sem maður tekur sér fyrir hendur. 

Allir eru velkomnir og hefst fyrirlesturinn kl. 20:00.

Þessi fyrirlestur er samstarfsverkefni eftirtalinna aðila: Ungmennafélagið Hekla, Íþróttafélagið Dímon, Íþróttafélagið Garpur, Ungmennafélagið Framtíðin, Knattspyrnufélag Rangæinga og foreldrafélög grunnskólanna á Hvolsvelli, Laugalandi og á Hellu.