Markmið fyrirlestrarins er að fólk geti hagnýtt einfaldar leiðir til að líða ennþá betur en það gerir í lífinu. Fyrirlesturinn fjallar um hvað felst í okkar hamingju og hvernig við getum aukið hana á einfaldan hátt. Í fyrirlestrinum er lögð áhersla á virka þátttöku og allir sem koma á fyrirlesturinn fá sent verkefnarhefti til að sannreyna inngrip sem Beggi talar um. Það hafa flest allir gott af þessum fyrirlestri, þar sem það er ekki samasemmerki á milli þess að vera laus við að líða ílla og að líða virkilega vel í lífinu.

Bergsveinn Ólafsson eða betur þekktur sem Beggi Ólafs er fyrirlesari, mastersnemi í jákvæðri- og þjálfunarsálfræði, knattspyrnumaður og bloggari á Trendnet. Hann hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist fólki, sama hvort sé verið að tala um hegðun, hugsun eða tilfinningar.